Jólaljósin okkar 2019
Senn líður að jólum og hátíð ljóss og friðar fer í hönd og enn bjóðum við fram þjónustu okkar. Um er að ræða raflýstan kross á leiði ástvina í Gufuneskirkjugarði sem kveikt verður á 1. sunnudag í aðventu hafi greiðsla borist til okkar 2 til 3 dögum fyrir þann tíma og logar fram yfir þrettándann. Gjald fyrir þjónustu þessa er kr. ** óháð lengd lýsingartímabils.
Opnað verður fyrir pantanir 2019 í byrjun nóvember.
Starfsmenn munu vera til aðstoðar í garðinum í november og desember virka daga kl. 12 – 15.
Pöntun þín telst staðfest þegar greiðsla hefur borist, en frá þeim tíma geta liðið allt að þrír virkir dagar þar til lýsingin hefur verið sett upp nema veður hamli vinnu í garðinum. Komi upp vandamál er þjónustusíminn 698 4444 milli kl 10 og 16 virka daga en einnig er hægt að hafa samband við okkur.